Myndir frá veru TF-SIF í Louisiana

  • SIF_mars2010_085

Mánudagur 30. ágúst 2010

Eins og komið hefur fram var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fengin til að leysa af flugvél samgöngustofnunar Kanada við mengunareftirlit á Mexíkóflóa í fjórar vikur frá miðjum júlí. Var TF-SIF staðsett í borginni Houma í Louisiana þar sem bandaríska strandgæslan og BP eru með stjórnstöð fyrir aðgerðir á svæðinu.

Fengu starfsmenn Landhelgisgæslunnar í verkefninu mjög dýrmæta reynslu á sviði mengunareftirlits og auðlindavörslu en verkefni TF-SIF fólst fyrst og fremst í að nota SLAR radar vélarinnar (side looking infrared radar) til að kortleggja olíumengun á svæðinu suður af New Orleans og meta hvar olían væri í hreinsanlegu magni . Voru öll gögn send sameiginlegri vettvangsstjórnstöð þar sem reglulega voru haldnir stöðufundir og næstu skref ákveðin.

Að sögn starfsmanna var mjög mikill hiti í Louisiana meðan á dvöl þeirra stór, fór hitastigið jafnan upp fyrir 40 gráður og ekki bætti úr skák að rakinn var jafnan um 90-100%. Hélt fólks sig því að mestu innan dyra.

Hér má sjá nokkrar myndir sem starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku meðan á dvölinni stóð.

TFSIFHouma2
CASA eftirlitsflugvél bandarísku strandgæslunnar á flugvellinum. Eru þessar flugvélar ekki búnar hliðarratsjá (SLAR) en þær voru hinsvegar notaðar í sjónrænt eftirlit.

TFSIFHouma3
Kafteinn Ed Stanton yfirmaður bandarísku strandgæslunnar á New Orleans
svæðinu heilsar Hafsteini Heiðarssyni flugstjóra og Marion Herreira,  flugmanni.
Stanton er mikill Íslandsvinur og hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands á undanförnum  ár  til fundar og samstarfs við við Landhelgisgæsluna.
Var Stanton og samstarfsfólk leyst út með gjöfum til minningar um veru LHG
á svæðinu.

TFSIFHouma4
Á hótelinu var flugáhöfn TF-SIF með flugumsjónaraðstöðu.
Myndatökur voru ekki leyfðar í stjórnstöðinni sem var til staðar í menntasetri BP í Lousiana.

TFSIFHouma6
Stýrimenn klárir fyrir brottför.Fegnir að losna úr miklum hita og 100% raka.

TFSIFHouma5
Hreyflar ræstir.Sést í Sigurjón Sigurgeirsson flugvirkja.

TFSIFHouma7

Búið að loka vélinni.

TFSIFHouma8

TF-SIF í flugtaksbruni.

 Myndir Ásgrímur L. Ásgrímsson.