Varðskip flytur bát á Byggðasafn Vestfjarða

  • NACGF_vardskip

Miðvikudagur 1. september 2010

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í morgun að bryggju á Ísafirði eftir um sólarhrings siglingu frá Keflavík með vélbátinn Magnús KE-46 á þyrluþilfari varðskipsins. Var báturinn fluttur fyrir Byggðasafn Vestfjarða en í framtíðinni mun báturinn verða hluti af safninu. Magnús KE-46 , sem er um 16.5 tonn að þyngd , var hífður á þyrlupall varðskipsins með bílkrana en meðfylgjandi myndir sýna þegar varðskipið lagði úr Keflavíkurhöfn í gær, þriðjudag.

Á heimasíðu Byggðasafns Vestfjarða segir að safnið hafi markað sér stefnu í varðveislu báta, þeir séu gerðir upp í það ástand að vera sjófærir. Einnig leggur safnið áherslu á að viðhalda verkþekkingu við viðgerð þeirra og stuðla að því að hún berist á milli kynslóða.

Myndirnar tóku Emil Páll og Árni Sæberg.

Magnus_KE-46_a

Magnus_KE-46_b

Magnus_KE-46_c

Magnus_KE-46_f