Björgunarskýli flutt á Hornstrandir

  • BjorgskyliIMGP0686

Miðvikudagur 8. september 2010

Varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar fluttu í gær neyðarskýli fyrir Björgunarfélag Ísafjarðar að Hlöðuvík á Hornströndum. Var skýlið flutt um borð í varðskipið á mánudag þegar það var statt á Ísafirði. Í gær kom svo TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn og flutti hún neyðarskýlið af þilfari skipsins og í land í Hlöðuvík. Skýlið vegur um 600 kg en við flutninginn var notaður sling búnaður sem hengdur er neðan í þyrluna. Með í för voru Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Jón Björnsson landvörður á Hornströndum.

Meðan á leiðangrinum stóð var hægviðri, skyggni lélegt sunnan Snæfellsnes sökum öskufjúks en annars þokkalegt.

BjorgskyliIMGP0670
Hífistroffum komið á björgunarskýlið.

BjorgskyliIMGP0675
TF-LIF á leið til varðskipsins frá Hlöðuvík

BjorgskyliIMGP0684
Verið að tengja slingkapal við hífistroffur.

BjorgskyliIMGP0686

TF-LIF að byrja að lyfta björgunarskýlinu af þyrlupalli.

BjorgskyliIMGP0690
TF-LIF á leið frá varðskipinu.


BjorgskyliIMGP0694

TF-LIF á leið í land með skýlið.

Myndir frá áhöfn v/s TÝR