Tveir alvarlega slasaðir fluttir með TF-LIF eftir bílveltu

  • Lif1

Þriðjudagur 21. september 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:34 í morgun vegna rútuslyss sem varð milli Minni Borgar og Svínavatns. TF-LIF fór í loftið kl. 10:53 og var lent á þjóðveginum við slysstaðinn kl. 11:09.

Voru lögregla og sjúkrabifreiðar komnar á slysstað og voru tveir alvarlega slasaðir samstundis fluttir um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 11:40 og flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 12:04.

Myndir Magnúsar Hlynur Hreiðarsson

Bilslys_Grimsnes1

Bilslys_Grimsnes2

 

Bilslys_Grimsnes3