Yfirmaður flughers Bandaríkjamanna i Evrópu heimækir Landhelgisgæsluna

Miðvikudagur 22. September 2010

Roger Brady hershöfðingi og yfirmaður flughers Bandaríkjamanna í Evrópu kom í heimsókn til Landhelgisgæslunnar í morgun ásamt fylgdarliði. Tók Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar á móti honum og fékk hann kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefnum.

ICG_Brady1

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur á móti Roger Brady

Kom Brady til landsins í gær og heimsótti bandarísku flugsveitina sem er hér á landi og sinnir loftrýmisgæslu til 24. september. Brady fór af landi brott síðdegis en hann er staðsettur í Rammstein í Þýskalandi þar sem höfuðstöðvar flughers Bandaríkjanna í Evrópu eru til staðar.

ICG_Brady2

Roger Brady, hershöfðingi heilsar Sigurði Ásgrímssyni, deildarstjóra
tæknideildar Landhelgisgæslunnar


ICG_Brady3

Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri tæknideildar, Svanhildur Sverrísdóttir starfsmannastjóri heilsar Randy Helbach varnarmálafulltrúa bandaríska
sendiráðsins og Höskuldur Ólafssson tæknistjóri Landhelgisgæslunnar.

ICG_Brady4
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kynna fyrir gestum
starfsemi Landhelgisgæslunnar.