Sprengjusveitin eyðir handsprengju á Akranesi

Mánudagur 27. September 2010

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á föstudag eftir komið var til lögreglunnar á Akranesi með handsprengju sem fannst á heimili í bænum. Að sögn sprengjusérfræðinga var um að ræða virka ameríska handsprengju í góðu ásigkomulagi. Var handsprengjan gerð örugg til flutnings og síðan flutt út fyrir bæinn á afskekktan stað þar sem henni var eytt.

Sprengjusveitin brýnir fyrir fólki að ef torkennilegir hlutir finnast í náttúrunni þá er mælt með því að hreyfa ekki við hlutnum heldur merkja staðinn vel og hringja í 112 sem gefur samband við Landhelgisgæsluna sem tekur niður upplýsingar um staðsetningu og útlit hlutarins.