Atvinnukafarar Landhelgisgæslunnar við æfingar með samstarfsaðilum

  • Baldur_2074.__7._agust_2007

Sunnudagur 17. október 2010

Kafarar Landhelgisgæslunnar tóku nýverið þátt í símenntun atvinnukafara ásamt köfurum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra. Kafað var á 30-40 metra dýpi niður að flaki fraktskipsins Vestra sem staðsett er norð vestur af ljósdufli nr. 11 vestur af Akranesi. Var skipið byggt í Danmörku 1964 en fórst í febrúar 1974.

Við verkefnið var notaður Baldur, eftirlits- og sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar sem tók kafara Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra um borð á Akranesi. Við köfunina var auk þess notaður Óðinn, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar.

KofunendurmMynd3
Búnaður fluttur yfir í Óðinn

KofunendurmMynd2
Kafarar tilbúnir fyrir köfun

KofunendurmMynd1


Myndir Jón Páll Ásgeirsson ofl.