77,6% bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar

  • Sif_Lif_BaldurSveinsson

Laugardagur 23. október

MMR-Markaðs og miðlarannsóknir, birtu í vikunni niðurstöður könnunar varðandi traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Stór hluti svarenda eða(77,6%) bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar sem er nákvæmlega sama hlutfall og í síðustu könnun (í október 2009).

Við úrtakið voru einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt. Var könnunin netkönnun þar sem þátttakendur voru valdir í síma og svöruðu 830 einstaklingar könnuninni dagana 5.-8. október 2010.

Sjá niðurstöður á heimasíðu Markaðs- og miðlarannsókna.

Mynd Baldur Sveinsson.