Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar óhapp

  • EXI_MG_1780

Mánudagur 25. október 2010

Landhelgisgæslunni barst á sunnudag kl. kl. 18:28 tilkynning um að þyrla hafi brotlent í Esjunni. Tveir menn voru um borð í þyrlunni og voru þeir heilir á húfi. Gengu þeir frá slysstað niður af Esjunni (staðsetning 64°15,362N 021°35,431V).

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:53 og fór TF-LIF í loftið kl. 19:56 með Rannsóknarnefnd flugslysa - RNF. Barst Landhelgisgæslunni tilkynning frá flugstjórn um að vélin flokkaðist sem fis. Lenti TF-LÍF skammt frá vélinni í 2800 feta hæð. Að lokinni rannsókn RNF á slysstað kl. 21:09 var haldið að nýju til Reykjavíkur.

Myndir sem Árni Sæberg tók fyrir Landhelgisgæsluna á staðnum.

EXI_MG_1726

EXI_MG_1576

EXI_MG_1754