Fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti Landhelgisgæsluna

  • 01112010HeimsoknFrakklIMG_2695

Þriðjudagur 2. nóvember 2010

Michel Rocard, sérlegur fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti í gær Landhelgisgæsluna og Samhæfingarstöð almannavarna. Í fylgd Rocard voru sendiherra Frakklands Fr. Caroline Dumas, Örnólfur Thorssonar forsetaritari og aðstoðarmenn Rocard.

Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar þar sem mál tengd fiskveiðieftirliti, vöktun skipa á Norðurslóðum auk leitar og björgunarmála voru sérstaklega rædd.

Að lokinni kynningu í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var haldið í Samhæfingarstöð Almannavarna þar sem Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra útskýrði fyrir Rocard hlutverk stöðvarinnar og reynslu viðbragðsaðila af samstarfi sem þar fer fram.

01112010HeimsoknFrakklIMG_2710

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Víðir Reynisson,
deildarstjóri Almannavarnadeildar RLS taka á móti gestunum.

01112010HeimsoknFrakklIMG_2712
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar
kynnir starfsemina fyrir Rocard og fylgdarliði.