Fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti Landhelgisgæsluna
Þriðjudagur 2. nóvember 2010
Michel Rocard, sérlegur fulltrúi Frakklandsforseta í málefnum heimskautsvæðanna heimsótti í gær Landhelgisgæsluna og Samhæfingarstöð almannavarna. Í fylgd Rocard voru sendiherra Frakklands Fr. Caroline Dumas, Örnólfur Thorssonar forsetaritari og aðstoðarmenn Rocard.
Kynnt var starfsemi Landhelgisgæslunnar þar sem mál tengd fiskveiðieftirliti, vöktun skipa á Norðurslóðum auk leitar og björgunarmála voru sérstaklega rædd.
Að lokinni kynningu í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var haldið í Samhæfingarstöð Almannavarna þar sem Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra útskýrði fyrir Rocard hlutverk stöðvarinnar og reynslu viðbragðsaðila af samstarfi sem þar fer fram.
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Víðir Reynisson,
deildarstjóri Almannavarnadeildar RLS taka á móti gestunum.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar
kynnir starfsemina fyrir Rocard og fylgdarliði.