Landhelgisgæslan fundar með færeyskum samstarfsaðilum
Sunnudagur 28. nóvember 2010
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sat nýverið árlegan fund sinn með yfirmanni danska sjóhersins í Færeyjum, Per Starklint, ásamt Halldóri B. Nellett framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var farið yfir verkefni og árangur sl. árs, auk þess sem lögð voru drög að samvinnu og miðlun upplýsinga varðandi löggæslu-, eftirlit og björgunarstörf á hafsvæðinu.
Georg Kr. Lárusson skýrði auk þess frá verkefnum Landhelgisgæslunnar á árinu og horfum fyrir árið 2011. Einnig sátu fulltrúar Landhelgisgæslunnar daglegan stöðufund stjórnstöðvar danska sjóhersins, sem og fundi með MRCC Thorshavn -sjóbjörgunarmiðstöðinni í Þórshöfn og Fiskveiðieftirlitinu, sem annast eftirlit með fiskveiðum. Nánar á heimasíðu Færeysku strandgæslunnar.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt Per Starklint yfirmanni danska sjóhersins í Færeyjum og Halldóri B. Nellett framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar
Mynd C. Thomsen