Varðskipið Ægir kemur fyrir nýju öldudufli við Bakkafjöru

  • Ægir_E1F1894

Miðvikudagur 1. desember 2010

Varðskipið Ægir sjósetti í gær nýtt öldudufl við Bakkafjöru að beiðni Siglingastofnunar. Er duflið staðsett um 500 m austan innsiglingarlínunnar til Landeyjahafnar og er því ætlað að mæla suðaustan öldur við Landeyjahöfn. Fyrir er eldra öldumælingadufl, svokallað Bakkadufl, sem staðsett er m 2 km vestan við Landeyjahöfn, kom Landhelgisgæslan því fyrir árið 2002. Verður því í vetur mæld ölduhæð beggja vegna innsiglingarlínunnar að Landeyjahöfn.

OlduduflBakkafjoruI2010MG_3016
Ölduduflinu komið fyrir. Duflið tilbúið til sjósetningar. Hvíti spottinn sem bugtast út fyrir lunninguna er tengdur í steininn. Sá er festur við skipið með tói, sem skorið er á þegar gefið er merki. Svarta "slangan" aftan við hvíta spottann er teyjan og tengist hún í hvíta spottann og neðan í duflið.Teyjan tekur öldusveifluna.

Frá vinstri; Jóhann Örn Sigurjónsson, Heimir Týr Svavarsson, Andri Leifsson,
Baldur Örn Árnason,Jón Árni Árnason, Rögnvaldur K. Úlfarsson,
Jóhann Örn Sigurjónsson og Andri Leifsson,


OlduduflBakkafjoru20103


OlduduflBakkafjoru20102

Duflið á floti við skipshlið.

Myndir Hákon Örn Halldórsson.