Eldur kom upp í línubát. Skipverjum tókst að slökkva eldinn.


Mánudagur 6. desember 2010

Línubáturinn Lágey hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 14:51 á laugardag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þegar báturinn var staddur í Látraröst við Bjargtanga. Tókst skipverjum strax að slökkva eldinn en ákveðið var að kalla út Björgunarsveitir á Snæfellsnesi og Patreksfirði.

Óskað var eftir að björgunarskipið Vörður á Patreksfirði myndi sigla á móti Lágey. Einnig var fiskiskipið Helga, sem statt var um 10 sml vestar á togveiðum, beðið um að færa sig nær ef þörf krefði. Lágey sigldi fyrir eigin vélarafli allan tímann og var komið til Patreksfjarðar kl. 19:37.