TF-LIF í útkall til Vestmannaeyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:40 í nótt vegna manns sem slasaðist í Vestmannaeyjum. TF-LIF fór í loftið kl. 04:14 og var haldið beint á flugvöllinn í Vestmannaeyjum þar sem lent var kl. 04:41  en þar beið sjúkrabifreið með manninn. Var hann eftir stutta skoðun þyrlulæknis fluttur yfir í þyrluna og var farið að nýju í loftið kl. 04:53. Flogið var á Reykjavíkurflugvöll þar sem lent var kl. 05:28. Var hinn slasaði fluttur á
slysadeild Landspítalans í Fossvogi með sjúkrabifreið.