TF-LÍF sækir veikan mann til Vestmannaeyja

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:57 beiðni um þyrlu vegna alvarlega veiks manns í Vestmannaeyjum en vegna veðurs var ekki var mögulegt fyrir sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum þar.  Þyrluáhöfn var samstundis kölluð út og fór TF-LIF í loftið kl. 12:29 og lenti á flugvellinum í Vestmannaeyjum kl. 13:07 þar sem sjúkrabíll beið með sjúklinginn. Farið var aftur í loftið kl. 13:19 og lent við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli  kl. 13:49 þar sem sjúkrbíll flutti sjúklinginn á Landspítalann við Hringbraut.