NAVTEX viðvörunarskeyti árið 2010

Á árinu 2010 gáfu varðstjórar Landhelgisgæslunnar út 1251 storm viðvörun og sendu út 16866 NAVTEX viðvörunarskeyti til sjófarenda innan íslenska hafsvæðisins auk austurhluta alþjóðlega grænlenska ábyrgðarsvæðisins. Árið 2008 voru send út 13998 NAVTEX skeyti
Á árinu 2010 gáfu varðstjórar Landhelgisgæslunnar út 1251 storm viðvörun og sendu út 16866 NAVTEX viðvörunarskeyti til sjófarenda innan íslenska hafsvæðisins auk austurhluta alþjóðlega grænlenska ábyrgðarsvæðisins. Er þar m.a. um að ræða storm- og veðurviðvaranir, ístilkynningar, veðurspár, tilkynningar um yfirvofandi siglingaöryggishættu, tilkynningar v/leitar og björgunar eða tilkynningar v/leiðsöguþjónustu.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sér um daglega framkvæmd verkefna Vaktstöðvar siglinga og hefur þar af leiðandi umsjón með lestri skeytanna.  Af 18117 sendingum voru 12029 fyrir íslenska hafsvæðið en 4837 sendingar fyrir grænlenska ábyrgðarsvæðið. Auk þess var lesin út 1251 storm tilkynning. Til samanburðar má nefna að á árinu 2008  voru samtals send út 13998 NAVTEX viðvörunarskeyti.