TF-SIF í eftirlitsflugi um Vestfjarðamið og vesturdjúp

Í dag var farið eftirlitsflug um vesturdjúp og Vestfjarðamið með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF þar sem meðal annars var mæld staðsetning hafíss á svæðinu. Milli kl. 17:00 og 18:00 var hafísinn næst landi 80 sjml VNV af Bjargtöngum, 46 sjml NV af Barða, 40 sjml NV af Straumnesi og 41 sjml N af Kögri. Enga borgarísjaka var að sjá nærri hafísröndinni.
 
Nokkur íslensk togskip voru að veiðum við ísröndina og hafði áhöfn TF-SIF samband við skipin til að fá upplýsingar um sjávar- og lofthita. Lofthiti var um -3°c og yfirborðssjávarhiti frá -0,9°c við ísröndina upp í plús 7,5°c utan við ísnýmyndun. Semsagt mjög skörp hitaskil og gott fiskerí að sögn skipstjóra á svæðinu. Hafísinn er að þéttleika um 6-8/10 og nýmyndun íss greinileg um 2-3 sjml út frá meginísnum.