TF-SIF stóð bát að meintum ólöglegum veiðum

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF stóð um kl. 15:30 í dag línubát að meintum ólöglegum veiðum á Húnaflóa inni í hólfi þar sem veiðar eru bannaðar skv. reglugerð nr. 970/2010 um bann við línuveiðum á Húnaflóa. Var bátnum vísað til hafnar þar sem lögreglan mun taka á móti honum í nótt og taka skýrslu af skipstjóra.