Mjög erfiðar aðstæður við sjóbjörgun

Landhelgisgæslunni barst í morgun kl. 10:26 beiðni um að sóttur yrði slasaður skipverji í litháíska flutningaskipið Skalva sem statt var um 115 sjómílur SV af Reykjanestá. Var skipstjóra gefið samband við þyrlulækni sem mat ástand sjúklings svo að það þyrfti að sækja hann með þyrlu. Voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út kl. 11:05, þar sem flogið var lengra en 20 sml frá landi.  Fóru TF-LÍF og TF-GNA í loftið kl. 11:40.

Þegar komið var að skipinu kl. 12:38 var ölduhæð á staðnum 6-8 metrar og vindur ANA 40-50 hnútar. Um 10 mínútur tók fyrir skipið að komast á stefnu svo hægt væri að hefja hífingar. Mikil hreyfing var á skipinu og erfiðar aðstæður. Sigmaður seig niður í skipið og var sjúklingur síðan hífður í börum um borð í TF-GNA. Haldið var til lands kl. 13:12 en áætlað er að þyrlurnar lendi á Reykjavíkurflugvelli um kl. 14:30.

Skalva13jan11-269Skalva13jan11-147

Skalva13jan11-170Skalva13jan11-301

Skalva13jan11-260