Lengsta sjúkraflug Landhelgisgæslunnar

Í sl. viku var óskað eftir að flugvél Landhelgisgæslunnar tæki að sér sjúkraflug til Salzburg í Austurríki. Fór TF-SIF í loftið frá Reykjavík kl. 10:00 á miðvikudagsmorgun og millilenti í Esbjerg í Danmörku. Lent var í Salzburg kl. 17:11. Haldið var tilbaka á fimmtudagsmorgun kl. 09:30 og millilent í Aberdeen á Skotlandi. Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 18:12 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti sjúklinginn á Grensásdeild.
Var þetta fyrsta sjúkraflug TF-Sifjar frá því að hún kom til landsins þann 1. júlí 2009 en jafnframt lengsta sjúkraflug sem Landhelgisgæslan hefur farið í, alls flaug vélin rúmlega 3.000 sjómílur eða rúmlega 5.500 kílómetra. Eldri flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug árið 1999, á vegum Utanríkisráðuneytis, til Tirana í Albaníu með hjálpargögn og til að ná í flóttamenn frá Kosovo.