Þyrla LHG flytur slasaðan vélsleðamann á sjúkrahús
Landhelgisgæslunni barst kl 15:33 fyrirspurn frá Neyðalínunni um hugsanlega aðstoð þyrlu vegna manns sem féll fram af 3 m. hengju í Glerárdal. Var þyrluáhöfn kölluð út til að vera til taks á flugvelli. Snjóbílar frá Súlum, björgunarsveit slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Akureyri og frá skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli voru þá á leiðinni á slysstað.
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl 16:04, fór TF-LÍF í loftið kl. 16:34. Sjúklingur var kominn um borð í þyrluna kl 18:03 og var hann fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem lent var kl. 18:09. TF-LÍF var komin til Reykjavíkur kl. 21:00.