Súlan í Eldey komin á netið

Kominn er upp vefur á slóðinni http://www.eldey.is/ þar sem hægt er að fylgjast lífi Súlunnar í beinni útsendingu en Eldey er eina eyjan í heiminum þar sem eingöngu er Súla og nýtur hún þar algerrar friðunar.
Var myndavélabúnaður í eyjunni fyrst settur upp þann 20. janúar 2008 en verkefnið var samvinnuverkefni Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja. Eyjan er friðuð og fengu leiðangursmenn leyfi Umhverfisstofnunar til fararinnar. Hefur þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðað við að flytja tæknimenn til uppsetningar og viðhalds búnaðar í eyjunni.  Sjá frétt af leiðangri þeirra í desember 2008.
Á síðu Eldeyjar segir; „Súlan er sjófugl sem heldur sig úti á rúmsjó nema yfir varptímann sem hefst í apríl, þegar hún sækir í klettaeyjar í Norður-Atlantshafinu og björg  á annesjum til að verpa. Súlan hefur verið veidd frá örófi alda, bæði ungar og fullorðnar súlur. Í dag eru fullorðnu súlurnar friðaðar en ungar eru teknir á fáeinum stöðum enn í dag. Súlan í Eldey nýtur þó algerrar friðunar“.