Sett skyndilokun eftir mælingar varðskipsmanna

  • Myndir_vardskipstur_029

Mánudagur 7. feb. 2011

Við eftirlit varðskipsmanna af v/s TÝR í gær var m.a. farið um borð nóta- og togveiðiskip sem staðsett var á Hafnarleir. Við mælingu reyndist afli um borð vera 63% undir máli og var í kjölfarið sett skyndilokun nr. 4 um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á Hafnarleir. Er bannið í gildi til klukkan 23:00 þann 21.02.2011.

Bannsvæðið afmarkast af línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta :

1. 63°57,50'N - 022°55,50'V
2. 63°53,50'N - 022°54,00'V
3. 63°53,00'N - 022°58,50'V
4. 63°57,00'N - 023°00,00'V