Norrænn vinnufundur um fjölgeislamælingar

  • Eyjar06-06

Mánudagur 14. febrúar 2011

Nýverið stóð sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar fyrir vinnufundi Norrænna sjómælingastofnana þar sem fjallað var um fjölgeislamælingar og úrvinnslu gagna. Farið var yfir verkefni sem unnin hafa verið og hvað er á döfinni. Einnig voru útskýrð vandamál sem upp hafa komið og hvernig þau verði best leyst.  Fundinn sóttu þrettán sérfræðingar, sex frá Norrænu þjóðunum og sjö íslenskir; frá Hafrannsóknastofnun, Siglingastofnun Íslands auk Landhelgisgæslunnar.  

022011Sjomaelfundur

Fundirinn heppnaðist í alla staði vel . Voru menn ánægðir að honum loknum enda eru vinnufundir sem þessir nauðsynlegir bæði til að bera saman vinnubrögð og fá betri sýn á lausn vandamála sem upp geta komið við fjölgeislamælingar. 

Fjölgeislamælir er um borð í sjómælinga- og eftirlitsskipinu Baldri auk þess sem slíkur búnaður verður um borð í varðskipinu Þór sem væntanlegt er til  landsins haustið 2011.
Efri myndin sýnir úrvinnslu sjómælingasviðs úr fjölgeislamælingum við Vestmannaeyjar.