Torkennilegur hlutur með blikkandi ljósi á Skerjafirði

  • Kafbatur_Gavia

Laugardagur 19. febrúar 2011

Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 18:18 tilkynning frá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli og flugturningum í Reykjavík um torkennilegan hlut  með blikkandi ljósi úti á Skerjafirði.  Sagt var að frá slökkvistöðinni bæri þetta yfir flugskýli 3 á Reykjavíkurflugvelli út á sjó. Ljósið breyttist síðan í  rautt og grænt.

Eftir bollaleggingar var ákveðið að kalla út björgunarbáta í Kópavogi og Seltjarnarnesi.  Skömmu síðar sá flugturninn einnig smábát við hlið kassans og ljóssins. Björgunarbáturinn Stefnir fór út frá Kópavogi kl. 18:29 og hélt beint að bátnum og hinum torkennilega kassa. Reyndist þetta vera smákafbátur sem verið var að prófa. Sigldi Stefnir að og staðfesti að allt væri í lagi og fékk auk þess símanúm hjá viðkomandi.  Þegar komin var skýring á málið voru viðkomandi áminntir og þeir beðnir um að láta alltaf vita af ferðum sínum. Leit eða eftirgrennslan  kostar ætíð bæði tíma og fjárhæðir.

Myndin sýnir kafbát í líkingu við þann sem verið var að prófa.

Mynd Árni Sæberg.