Reykköfunaræfing með SHS um borð í v/s ÆGIR

Föstudagur 1. apríl 2011

Fyrir skömmu var haldin reykköfunaræfing um borð í varðskipinu ÆGIR með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). SHS sér um þjálfun á reykköfururm fyrir nemendur Brunamálaskólans og var ákveðið að setja upp verkefni um borð í varðskipinu, eins og um brennandi skip, úti á rúmsjó, væri að ræða.

Tíu nemendur og þrír kennarar  komu um borð í varðskipið með þyrlunni TF-GNÁ, ásamt búnaði sínum. Sett voru upp flókin og erfið verkefni sem nemendurnir leystu í samvinnu við áhöfn varðskipsins.

Eldsvoðar í skipum þykja einhver þau erfiðustu útköll sem menn lenda í og margt sem veldur. Til dæmis er hitaleiðni mikið vandamál, þrengsli, veður og sjólag. Einnig geta ýmis efni um borð truflað björgunaraðgerðir. Mikilvægt er að gæta sem best að stöðugleika skipsins meðan unnið er að slökkvistörfum.

LHG_Shs_MARS2011-(2)
Hrannar Sigurðsson flugvirki LHG fer yfir helstu atriði varðandi þyrlur LHG

LHG_Shs_MARS2011-(5)

LHG_Shs_MARS2011-(3)
Á leið í æfingu

LHG_Shs_MARS2011-(7)
Sigið um borð í varðskipið

LHG_Shs_MARS2011-(8)
Örugg lending á þilfarinu

LHG_Shs_MARS2011_042-(2)
Farið í reykköfun

LHG_Shs_MARS2011_042-(1)
Leiðbeinendur fylgjast með tímanum og eru í talsstöðvarsambandi
við reykkafara

LHG_Shs_MARS2011-(1)
Skipverja komið til aðstoðar í æfingunni.
LHG_Shs_MARS2011-(10)
Spjall að æfingu lokinni

LHG_Shs_MARS2011-(12)
Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra

LHG_Shs_MARS2011-(11)
Páll Geirdal, yfirstýrimaður, Rafn Sigurðsson, háseti og Björn J. Gunnarsson,
háseti.

LHG_Shs_MARS2011-(14)
Hópurinn við komuna til hafnar.

Myndir: SHS