Útkall þyrlu vegna bílslyss við Kirkjubæjarklaustur

  • GNA3_BaldurSveins

Fimmtudagur 7. apríl 2011

Landhelgisgæslunni barst kl.16:36 beiðni um þyrlu Landhelgisgæslunnar frá 112  vegna alvarlegs bílslyss rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Fór TF-GNA í loftið kl. 17:05 og flaug með ströndinni þar sem mikill vindur og sandfok var á söndunum fyrir austan.

Þyrlan lenti við lögreglustöðina á Kirkjubæjarklaustri kl. 17:55 þar sem hinn slasaði var fluttur úr sjúkrabíl yfir í þyrlu sem hélt strax at stað til Reykjavíkur. Lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:30.