Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir mann sem slasaðist á Kili

  • GNA3_BaldurSveins

Mánudagur 11. apríl 2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:20 í morgun eftir að maður varð undir snjóhengju á Kili, rétt sunnan við Hvítárvatn. TF-GNA fór í loftið kl. 10:54. Þyrlulæknir var í sambandi við sjúkrabifreið sem kominn var að Sandá á Kili og beið björgunarsveitar sem ferjaði manninn á staðinn.

Vegna veðurs og slæmrar færðar var ákveðið að þyrlan myndi mæta sjúkrabifreið við Úthlíð  þar sem lent var kl. 11:49. Sjúkrabifreið kom skömmu síðar og var maðurinn fluttur um borð í þyrluna eftir að þyrlulæknir hafði metið ástand hans. Farið var að nýju í loftið kl. 12:04 og var haldið í sjónflugi á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 12:51.