Tekinn við meintar ólöglegar veiðar á Faxaflóa

Laugardagur 30. apríl 2011

Landhelgisgæslan tók í dag hrefnubát að meintum ólöglegum veiðum á Faxaflóa. Báturinn var að veiðum á svæði sem honum er óheimilt að veiða á. Bátnum var vísað til Hafnarfjarðar þar sem mál hans verður tekið fyrir af viðkomandi lögreglustjóra.

Sjá reglugerð nr. 414/2009 um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum.