Varðskipsmenn skoða afla um borð í skipum á Reykjaneshrygg

  • Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA

Sunnudagur 1. maí 2011

Landhelgisgæslan hefur nú kannað veiðar skipa frá Spáni og Rússlandi sem sáust í gæsluflugi á Reykjaneshrygg fyrir tveimur dögum.

Við skoðun varðskipsmanna um borð í skipum frá Spáni í dag kom í ljós að þau eru að veiða langhala og var enginn úthafskarfi í afla eða um borð í skipunum.  Þar sem veiðum á langhala er ekki stjórnað með beinum hætti eru skipin í fullum rétti til að stunda þessar veiðar hafi viðkomandi þjóð veiðireynslu á þeirri tegund sem verið er að veiða og að því gefnu að afli fari ekki yfir 65 % af meðalafla undanfarinna ára.  Rússnesku skipin eru hinsvegar að veiða karfa en aðilar að Norð Austur Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC) settu sér þær reglur að karfaveiðar skuli ekki hefjast fyrir 10. maí.  Rússar mótmæltu hinsvegar þessari samþykkt og eru þar af leiðandi ekki bundnir af henni.

Það skal tekið fram að öll skipin eru að veiðum á samningssvæði NEAFC utan íslenskrar fiskveiðilögsögu.