Útkall vegna báts sem hvarf úr ferilvöktun

Þriðjudagur 3. maí 2011

Landhelgisgæslan boðaði um kl. 0430 björgunarskip og björgunarbáta Slysavarnafélagsins á Austfjörðum, nærstadda báta og þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna strandveiðibáts sem hvarf úr ferilvöktun við Barðsneshorn og ekki náðist talstöðvarsamband við.  Um kl. 0459  barst tilkynning frá manni í landi sem heyrt hafði tilraunir Landhelgisgæslunnar við að ná í bátinn um að hann sæi hann 1 sjómílu austur af Barðsneshorni og ekkert virtist ama að.  Samband náðist við skipverja sem staðfestu að allt væri í lagi um borð og var leit þá afturkölluð.