Leitað að merkjum um hvítabirni á Hornströndum

  • Isbjarnaeftirlitsfl_TF_GNA_180608_1

Miðvikudagur 11. maí 2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í dag í eftirlitsflug um friðlandið á Hornströndum þar sem sérstaklega var leitast við að finna merki um hvítabirni á svæðinu. Mikill almennur þrýstingur hefur verið um að farið yrði í slíkt flug, eftir að hvítabjörn var felldur í Rekavík 2. maí síðastliðinn.

Með þyrlunni fór einnig Jón Björnsson, landvörður á Hornströndum og starfsmaður Umhverfisstofnunar. Frá Ísafirði voru firðir og fjörur kannaðar frá Aðalvík að Furufirði. Hvorki hvítabirni né spor var að finna en gömul för sáust í snjóskafli skammt frá þeim stað sem björninn var felldur fyrir 9 dögum síðan. Voru förin orðin vel veðruð niður. Ágætt skyggni var til leitar, hæg breytileg átt en þó skýjað í 1500 feta hæð.

Isbjorn-040