LHG gerir samning við Öryrkjabandalagið

Landhelgisgæslan hefur gert samning við Vinnustaði Öryrkjabandalagsins um ræstingar í húsnæði LHG í Skógarhlíð 15.  Samningurinn er hagstæður fyrir Landhelgisgæsluna og þjónustan er tryggð alla virka daga þar sem Vinnustaðir ÖBÍ sjá um allar ræstingar og afleysingar í veikindum, sumarleyfum og svo framvegis.  Umsýsla vegna starfsmanna minnkar að sama skapi hjá LHG.  Alls mun þessi samningur þýða 2,5 – 3 ársverk fyrir Vinnustaði ÖBÍ.

Vinnustaðir ÖBÍ hafa séð um ræstingar fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og nú bætist Landhelgisgæslan í hópinn. 

Landhelgisgæslan lítur á það sem forréttindi að fá Vinnustaði ÖBÍ til samstarfs.