Ægir siglir með þyrlur að ísröndinni við Grænland

  • Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA

Mánudagur 16. maí 2011

Varðskipið Ægir flutti fyrir skömmu tvær þyrlur fyrir Vesturflug (Blue West Helicopters) frá Ísafjarðardjúpi að ísröndinni við Grænland. Flugu þyrlurnar frá varðskipinu inn á land en lentu þar í mjög slæmu veðri og neyddust til að lenda. Liðu 28 klst þar til þeim tókst að fara að nýju í loftið og neyddust flugmenn til að halda kyrru fyrir í þyrlunum enda staddir  í óbyggðum þar sem hætta er á að mæta hvítabjörnum. Reynslumikill norskur flugmaður sem var í leiðangrinum sagðist aldrei hafa lent í öðru eins.

Þegar birti til og þyrlunum tókst loks að fara í loftið að nýju flaug önnur þeirra til Sítrónufjarðar (Citronen Fjord), nyrst á Grænlandi en hin til Constable Point á austurströndinni. Þar munu þyrlurnar verða í þjónustu næstu mánuði m.a. vegna rannsókna við fyrirhugaða námuvinnslu.

Aðeins er fært fyrir skip að ströndinni á þessum slóðum í um tvo mánuði á ári frá miðjum júli fram í miðjan september.

 ThyrlaGraenlandIMG_2143-(2)

ThyrlaGraenlandIMG_2143-(1)