Dýnamít fannst á golfvelli. Var því eytt af sprengjusérfræðingum LHG

 Fimmtudagur 19. maí 2011


Landhelgisgæslunni barst í vikunni tilkynning frá golfklúbbnum Kili í Mosfellsfæ um að dýnamít hefði fundist í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út og þegar á staðinn kom reyndist dýnamítið vera í nokkrum borholum og var það meðal annars tengt í víra. Sprengjusérfræðingarnir náðu öllu dýnamítinu upp úr holunum nema úr einni þeirra sem reyndist nauðsynlegt að sprengja. Var dýnamítið síðan flutt á afskekkt svæði þar sem því var fargað.

Lögreglan var einnig kölluð á vettvang og er málið til rannsóknar.