Flug TF-SIF með vísindamenn HÍ og Veðurstofunnar

  • SIF_cockpit

Fimmtudagur 26. maí 2011

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í gær með vísindamenn frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni  að gosstöðvunum í Grímsvötnum. Staðfestu vísindamenn að loknu flugi það sem áður hafði komið fram; minnkandi virkni en óreglulega gosstróka sem geta verið varasamir.

Í eftirlitsfluginu voru meðal annars flognir N-S leggir vestan við Vatnajökul og voru teknar ratsjármyndir á þeim legg.  Ekki var hægt að ná myndum af gígunum frá því sjónarhorni þar sem þeir voru í skugga af jöklinum.Öskuský lá eins og teppi yfir jöklinum svo ekki var hægt að komast nær gossvæðinu.

Vitað er til þess að áhugafólk og ferðamenn hafa lagt leið sína í átt að gosstöðvunum en vegna þess hversu óútreiknanlegar sprengingarnar eru er fólk hvatt til að fara ekki nær en að skála Jöklarannsóknafélagsins sem er í um 6 kílómetra fjarlægð.

mynd3_AS
Vísindamenn fylgjast með Vilhjálmi Óla Valssyni og Friðrik Höskuldssyni,
stýrimönnum vinna með eftirlitsbúnaðinn.

mynd4_AS

mynd5_AS

yfirlit_rvk
Við lendingu  í Reykjavík miðvikudaginn 25. maí sást þunn öskuslæða liggja yfir