Miklar fiskivöður sáust með eftirlitsbúnaði TF-SIF

  • fiskvodur

Þriðjudagur 31. maí 2011

Í gæslu og æfingaflugi flugvélar Landhelgisgæslunnar í gær var m.a. flogið um SA mið.

Í eftirlitsbúnaði sáust m.a. miklar fiskivöður sem voru um 10 sjómílur ASA af Ingólfshöfða. Sjá mynd.

fiskvodur
Einnig flaug TF-SIF yfir norska varðskipið Sortland sem er á leið til landsins og mun ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar taka þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins nk. sunnudag.
Sortland
 
Í bakaleiðinni var flogið framhjá Grímsvötnum og sást enginn reykur eða gufa frá gosstöðvunum.  

Grimsvotn