Þór nýmálaður í höfn Asmar skipasmíðastöðvarinnar

  • IMG_1044

Þriðjudagur 31. maí 2011

Síðdegis bárust þær fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile að Þór, nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar flaut fyrr í dag nýmálað og stórglæsilegt úr dokk ASMAR skipasmíðastöðvar sjóhersins í Chile. Er nú stórum áfanga náð í smíði skipsins.

IMG_1044
Framundan eru sjó- og togprófanir sem standa munu til loka júlímánaðar. Fer Þór að því loknu í flotkví til botnhreinsunar og lokamálunar. Taka þá við hallaprófanir sem eru síðasti verkþáttur í smíðaáætlun skipsins sem áætlað er að afhenda 1. september nk. Stefnt er að því að Þór taki fyrstu höfn á Íslandi 30. september.

IMG_1042

Verður Þór bylting í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar, mun varðskipið gjörbreyta möguleikum í björgun og aðstoð við skip á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar.

24052011074