Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna erlendra hjólreiðamanna

  • NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Miðvikudagur 1. júní 2011


Landhelgisgæslunni barst kl. 13:30 beiðni um aðstoð þyrlu við að sækja þrjá erlenda hjólreiðamenn sem voru strandaglópar á Fjórðungsöldu vestan við Þjórsá. Var beðið um aðstoð þyrlunnar þar sem svæðið er mjög erfitt yfirferðar. Eftir samráð við lögregluna á Selfossi og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu var TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og fór hún í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 14:26.

Vitað var um staðsetningu fólksins og hélt TFLIF beint á staðinn og lenti á staðnum kl.15:10. Ekkert amaði að fólkinu og voru þau aðstoðuð við að pakka saman búnaði. Var síðan búnaður, reiðhjól og fólk flutt yfir í þyrluna og flogið beina leið til Reykjavíkur þar sem lent var við skýli Landhelgisgæslunnar kl. 16:02.