Norska varðskipið Sortland í Reykjavíkurhöfn

  • SortlandIMG_2612-(2)

Fimmtudagur 2. júní 2011

Norska varðskipið Sortland kom til Reykjavíkur í gær en skipið er komið hingað til lands til að taka þátt í hátíðahöldum Sjómannadagsins auk þess sem skipið mun taka þátt í varnaræfingunni Norður Víkingur  sem hefst á mánudag og stendur til föstudagsins 10. júní. Almenningi er boðið að skoða skipið á laugardag frá kl. 13-16 og sunnudag frá 13-16.  Varðskipið liggur í Vestur-Höfn Reykjavíkurhafnar þar sem hátíðarhöld vegna Hátíðar Hafsins og Sjómannadagsins fara fram.

Sortland er nýjasta ef þremur varðskipum norsku Strandgæslunnar sem eru af svokölluðum Barentsflokki (Barentsklasse). Skipið er 93 m langt og notar LNG (liquified natural gas) sem eldsneyti. Heimahöfn skipsins er Sortland í Norður-Noregi þar sem norska Strandgæslan er með höfuðstöðvar fyrir Norður-Noreg og brátt allan Noreg.

Myndir Jón Páll Ásgeirsson.

SortlandIMG_2612-(2)

SortlandIMG_2612-(11)

SortlandIMG_2612-(7)

 SortlandIMG_2612-(8)