Viðamikil æfing á Faxaflóa liður í Norður Víkingi

  • NV2011_09062011_JonPallAsgMG_2812-(7)

Föstudagur 10. júní 2011

Þá er komið að lokum æfingarinnar Norður Víkings sem staðið hefur yfir frá því á mánudag en þátttakendur voru flestir komnir til landsins fyrir viku síðan. Eru þátttakendur sammála um að gengið hefur mjög vel en markmið æfingarinnar var fyrst og að æfa liðs- og birgðaflutninga þjóðanna til og frá landinu með áherslur á æfingar í lofti, samþætta varðskip við verkefni í lofti, samþætta liðsafla og þjálfa fjölþjóðlegra aðgerðarstjórnun ásamt gistiríkjastuðningi. Þ.e. að koma hópnum fyrir og annast hann meðan á verkefninu stendur.

NV2011_09062011_JonPallAsgMG_2812-(1)

Einn af reyndari mönnum sagði þetta vera eina af bestu æfingum sem hann hefur tekið þátt í. Æfingar á sjó voru viðamikill þáttur og erum við hjá Landhelgisgæslunni  mjög sátt með hvernig tekist hefur til. Í gær fór fram viðamikil æfing í haugasjó á Faxaflóa með þátttöku Dettifoss, danska varðskipsins Hvidebjoernen og norska varðskipsins Sortland auk sprengjusveitar og þyrlna Landhelgisgæslunnar,  sérsveitar ríkislögreglustjóra, ítalskra sérsveitarmanna og Geislavarna ríkisins. Meðfylgjandi eru myndir sem Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni tók þegar hann fylgdist með frá Gróttu.

NV2011_09062011_JonPallAsgMG_2812-(7)

NV2011_09062011_JonPallAsgMG_2812-(8)

NV2011_09062011_JonPallAsgMG_2812-(6)