Varðskipið Ægir bjargar hátt í 100 manns á Miðjarðarhafi

  • AegirPir-(20)

Mánudagur 13. júní 2011

Varðskipið Ægir bjargaði á föstudag 94 mönnum af vélarvana báti nálægt eynni Krít í Miðjarðarhafi en varðskipið sinnir nú landamæragæslu fyrir Evrópusambandið undir merkjum Frontex, landamærastofnunar ESB.

Flutningaskip á svæðinu tilkynntu sjóbjörgunarstjórnstöð um bátinn sem var á leið frá Egyptalandi til Ítalíu. Gríska strandgæslan leitaði bátsins nálægt Möltu en varðskipið Ægir fann bátinn um 160 kílómetra suður af gríska bænum Paleohora á suðurodda Krítar. 93 karlar voru um borð í bátnum.

Ægir sigldi mönnunum til Piraeus þar sem þeir voru fluttir undir læknishendur. Gríska lögreglan kannar nú lagalega stöðu þeirra, en eitt hlutverka Ægis fyrir Frontex er að bregðast við auknum straumi hælisleitenda til Evrópu.

Myndir frá höfninni í Piraeus tók G. Birkir Agnarsson, varðstjóri Landhelgisgæslunnar sem er staðsettur í stjórnstöð Frontex í Piraeus.

AegirPir-(99)

Báturinn þegar Ægir kom að honum. Mynd v/s Ægir

AEGIR-i-Piraeus
Ægir við bryggju í Pireus. mynd:  shipping.com

AegirIMG_3628
Ægir siglir inn í höfnina í Piraeus

AegirPir-(32)
Ægir leggur að bryggju

AegirPir-(39)
Mennirnir bíða eftir að fara í land.

AegirPir-(40)
Gengið niður landganginn.

AegirPir-(79)
Ægir undirbýr brottför frá Piraeus