Varðskipið Ægir bjargar hátt í 100 manns á Miðjarðarhafi
Mánudagur 13. júní 2011
Varðskipið Ægir bjargaði á föstudag 94 mönnum af vélarvana báti nálægt eynni Krít í Miðjarðarhafi en varðskipið sinnir nú landamæragæslu fyrir Evrópusambandið undir merkjum Frontex, landamærastofnunar ESB.
Flutningaskip á svæðinu tilkynntu sjóbjörgunarstjórnstöð um bátinn sem var á leið frá Egyptalandi til Ítalíu. Gríska strandgæslan leitaði bátsins nálægt Möltu en varðskipið Ægir fann bátinn um 160 kílómetra suður af gríska bænum Paleohora á suðurodda Krítar. 93 karlar voru um borð í bátnum.
Myndir frá höfninni í Piraeus tók G. Birkir Agnarsson, varðstjóri Landhelgisgæslunnar sem er staðsettur í stjórnstöð Frontex í Piraeus.

Báturinn þegar Ægir kom að honum. Mynd v/s Ægir
Ægir við bryggju í Pireus. mynd: shipping.com
Ægir siglir inn í höfnina í Piraeus
Ægir leggur að bryggju
Mennirnir bíða eftir að fara í land.
Gengið niður landganginn.
Ægir undirbýr brottför frá Piraeus