Skipt um rafgeyma á Kristínartindum

  • a-Kristinartindum--11

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ásamt félögum í Björgunarsveitinni Kára í Öræfum, starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs og hótelhöldurum í Freysnesi skiptu um rafgeyma í endurvarpanum á Kristínartindum síðastliðið laugardagskvöld.

Þyrlan lenti í Freysnesi um kl. 20.30, þar sem leiðangursmenn og búnaður komu um borð í TF-GNA. Var síðan flogið á staðinn. Ekki er unnt að lenda hjá endurvarpanum vegna plássleysis  og þurfti því að láta mannskap og búnað síga niður. Skipt var um geymana og gekk siðan hópurinn niður og var komin í hús um kl. 03.00. Endurvarpinn er í 1126 m. hæð yfir sjávarmáli og mikilvægur hlekkur í VHF kerfi Landsbjargar, nær hann ágætu sambandi á vinsælum ferðamannaleiðum þar sem önnur fjarskiptakerfi virka ekki.

Myndir Sigurður Gunnarsson

DSCN2666
DSCN2664
a-Kristinartindum--11

DSCN2635
DSCN2696

DSCN2702