Annir hjá stjórnstöð og flugdeild Landhelgisgæslunnar

  • LIF_borur

Mánudagur 20. júní 2011

Margar aðstoðarbeiðnir bárust til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar við lok sl. viku bæði vegna atvika á sjó og landi. Má þar nefna atvik þar sem nokkrir strandveiðibátar lentu í minniháttar bilunum og óskuðu eftir aðstoð við að komast í land. Vel gekk að leysa mál þeirra enda margir bátar á sjó og ekki langt í næstu aðstoð. Einnig var haft samband frá skútu í mynni Önundafjarðar sem óskaði eftir aðstoð við að komast til hafnar þar sem aðalsegl skútunnar var rifið. Kallað var á björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Suðureyri og Flateyri auk þess sem nærstaddur fiskibátur,  Sigrún/1932 frá Flateyri fór til aðstoðar.  Sigrún kom að skútunni  kl. 19:15, ásamt harðbotna björgunarbáti SL og dró skútuna til Flateyrar. Á laugardag tóku þyrlur Landhelgisgæslunnar þátt í leit að manni sem saknað var við Heklu, fannst maðurinn látinn eftir nokkra leit. Á sunnudag óskaði læknir á Hólmavík eftir þyrlu  Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegra veikinda.  Lent við flugskýlið LHG þar sem sjúkrabíll tók við og flutti sjúkling á Landspítala við Hringbraut.

Flest atvikin leystust á óvissu- eða hættustigi, þ.e. áður en senda þurfti þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðstoðar.