Nýtt sjókort; Öndverðarnes – Tálkni.

  • Baldur_2074.__7._agust_2007

Þriðjudagur 21. júní 2011

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út nýtt sjókort yfir utanverðan Breiðafjörð. Það nær frá vestasta hluta Snæfellsness norður yfir Breiðafjörð, fyrir Bjargtanga og inn í Tálknafjörð. Kortið sem er nr. 43 og heitir Öndverðarnes – Tálkni er það í 17. flokki strandsiglingakorta í mælikvarðanum 1:100.000. Sjókort í þessum mælikvarða af utanverðum Breiðafirði hefur ekki áður verið til. Kort 43 byggir á dýptarmælingum sem að stærstu leyti fóru fram sumrin 2004 til 2007 á sjómælingabátnum Baldri.

K43_100611cmyk
Kort nr. 43 Öndverðarnes - Tálkni

Kort45_milli43og46-01
Fáanleg kort í stærðinni 1:100.000]

Áformað er að gefa út nýtt kort (45) sem brúar bilið milli korts 43 og korts nr. 46 af Ísafjarðardjúpi. Enn er umtalsverður hluti þess svæðis ómældur en dýptarmælingar hafa legið niðri frá árinu 2008.

Kort45_milli43og46
Innan punktalínunnar eru sýnd mörk næsta korts sem verður nr. 45.