Þyrla LHG kölluð út eftir slys á torfæruhjóli

Föstudagur 24. júní 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. kl. 22:20 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu eftir að alvarlegt slys varð á torfæruhjóli vestan við línuveginn að Nesjavallavirkjun.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór í loftið kl. 22:47 og lenti við slysstað kl. 22:57 þar sem sjúklingur var undirbúinn undir flutning yfir í þyrluna. Flugtak frá slysstað var kl. 23:15 og lent við Landsspítalann í Fossvogi kl. 23:24.