Þyrla LHG sækir slasaðan á Hólmavík
Föstudagur 2. Júlí 2011
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:45 beiðni frá lögreglunni á Hólmavík um þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs vélhjólaslyss sem varð innst í Ísafjarðardjúpi.
TF-LÍF fór í loftið kl. 19:24 og lenti á Hólmavík kl. 20:03 en þangað var hinn slasaði, karlmaður á sextugsaldri, fluttur með sjúkrabíl. Þyrlan fór að í loftið með hinn slasaða kl. 20:26 og lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 21:07.