TF-GNA sækir mann sem féll af hestbaki í Bjarnarfirði nyðri

  • GNA3_BaldurSveins

Sunnudagur 3. júlí 2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld mann sem féll af hestbaki í Bjarnarfirði nyðri, milli Skjaldbjarnarvíkur og Drangavíkur en maðurinn var þar í hópi ferðafólks. Fararstjóri hópsins hafði samband við Neyðarlínuna um kl. 19:00 og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. TF-GNA var ásamt lögreglu í umferðareftirliti á norðanverðu landinu og hélt strax á staðinn.

Lenti þyrlan við slysstað kl. 19:37. Var þá búið um manninn, hann færður á hífingabörur og síðan um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 19:48 og haldið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 20:57.

LHG_Utkall_Bjarnarfirdi
Mynd af slysstað áhöfn TF-GNA

Mynd af TF-GNA Baldur Sveinsson