Umferðareftirlit með þyrlu Landhelgisgæslunnar

  • Umferdareftirlit_LHG_Logr040808

Mánudagur 4. júlí 2011

Lögreglan á Selfossi og Þyrludeild Landhelgisgæslunnar sinntu um helgina umferðareftirliti úr þyrlu. Farið var um Suður-, Vestur- og Norðurland og umferðinni fylgt eftir. Almennt var ökuhraði hófstilltur og ekki tilefni til afskipta. Einn ökumaður var þó kærður fyrir að aka á 141 km/klst hraða á Norðurlandsvegi skammt frá Hvammstanga. Þessi ökumaður dró lítinn lærdóm af viðvörunum lögreglunnar því hann var síðan stöðvaður af lögreglunni á Blönduósi á 120 km hraða.