Reglulegt eftirlit á hafsvæðinu úr þyrlum Landhelgisgæslunnar

  • Myndir_vardskipstur_029

Þriðjudagur 5. júlí 2011

Í júní mánuði fóru þyrlur Landhelgisgæslunnar reglulega í eftirlits- og gæsluflug þar sem fylgst var með skipaumferð og fiskveiðum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Í öllum tilfellum bar skipum á sjó saman við fjareftirlitsgögn frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Umfeftirlit_2
Einn bátur var staðinn að meintum ólöglegum veiðum um 2 sjml. SV af Skor eða um 3,5 sjml. inni í lokuðu hólfi, þar sem í gildi er reglugerð nr. 693/07 um bann við handfæraveiðum suður af Látrabjargi. Var bátnum vísað til hafnar þar sem lögregla tók á móti honum til skýrslutöku.